Kristín Inga Ţrastardóttir

Kylfingur vikunnar Hvenćr byrjađir ţú í golfi og hvers vegna?Ţegar ég fór međ pabba á Hólsvöll og hann ćtlađi ađ reyna ađ kenna mér golf en hann komst

Kristín Inga Ţrastardóttir

Kylfingur vikunnar

Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvers vegna?
Þegar ég fór með pabba á Hólsvöll og hann ætlaði að reyna að kenna mér golf en hann komst fljótt að því að ég væri ekki efnilegur golfari. Ég tók síðan upp þráðinn þegar ég fékk gefins golfsett vorið 2008.
Hefur þú verið í öðrum íþróttum?
Já í fótbolta og á skíðum. Var ansi liðtæk á gönguskíðum þegar ég var yngri.
Helstu afrek í golfinu?
Spilaði Hólsvöll á 91 höggi í Meistaramóti GKS nú í sumar.
Hver eru helstu markmiðin?
Komast niður í 15 í forgjöf sumarið 2012.
Hvað er það neyðarlegasta sem komið hefur fyrir þig á golfvellinum?
Sumarið 2009 kastaði ég kylfunni minni uppí tré í kvennamóti GSS. Það atvikaðist þannig að hvert einasta högg hafði mislukkast í mótinu hjá mér og þegar ég átti lélegt högg með tré 3 á fimmtu holunni að þá henti ég kylfunni í jörðina og hún skoppaði uppí tré.
Áttu þér einhverja fyrirmynd í golfinu / uppáhaldskylfing?
Engin sérstök fyrirmynd. Það var Tiger Woods en nú held ég uppá Rory McIlroy.
Sterkustu hliðar?
Það hefur verið driverinn hingað til en hann er búinn að vera að stríða mér í sumar. 7an tók við af drivernum.
Veikustu hliðarnar?
Stutta spilið.
Hvaða hluta golfleiksins ætlar þú að bæta?
Stutta spilið.
Uppáhalds kylfa?
Hybrid 5an.
Hvert er þitt besta högg nokkru sinni?
Þegar ég fór næstum því holu í höggi, sjá svar neðar.
Eftirminnilegasta atvik úr golfinu?
Í Skagfirðingamótinu í Borgarnesi þá sat ég í golfbíl við teiginn á 17du holu að bíða eftir að komast að til að slá þegar golfbolti sem slegið var að.af teignum á 16du kom fljúgandi inní golfbílinn og fór í rassinn á mér.
Hefur þú farið holu í höggi eða verið nálægt því?
Já, í Skagfirðingamótinu í Borgarnesi árið 2009 á 16du holu, eyjunni. Ég sló með níunni og boltinn lenti inná gríninu og rúllaði í áttina að holunni og við héldum að hann væri á leiðinni ofan í. Hann stoppaði þó áður en það gerðist og varð mælingin 15 cm frá holu.
Hver er frægasta persónan sem þú er með í símanum?
Erna Hrönn söngkona og eurovisionfari.
Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með?
Siggi Hlö á Mýrinni hjá GKG.
Hvaða keppnisfyrirkomulag er skemmtilegast í golfi og hvers vegna?
Texas Scramble.
Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf, ef svo er, hvernig?
Já, Vasaloppet húfan þarf alltaf að vera í settinu ef hún er ekki á hausnum :)

Staðreyndir
Nafn: Kristín Inga Þrastardóttir.
Aldur: 25 ára.
Klúbbur: Golfklúbbur Siglufjarðar.
Forgjöf: 19,5.
Masters eða Opna breska? Masters.
St. Andrews eða Pebble Beach? St. Andrews.
Uppáhalds matur: Nautasteik.
Uppáhalds drykkur: Vatn.
Uppáhalds golfhola: 16 holan í Borgarnesi.
Erfiðasta golfholan: Hola 2 á Hólsvelli.
Ég hlusta á: Það sem er í útvarpinu á hverjum tíma.
Besti völlurinn: Urriðavöllur
Besta skor (hvar): 91 högg á Hólsvelli.
Besta vefsíðan: http://www.facebook.com/
Besta blaðið: Mogginn.
Besta bókin: Furðurlegt háttarlag huns um nótt.
Besta bíómyndin: Hangover
Besti kylfingurinn: Rory McIlroy

Golfpokinn
Dræver: Nike Dymo HL
Brautartré: Nike Sumo 3 og 7, Nike Dymo 5 
Blendingur/Hybrid: Nike Slingshot 4 og 5
Járn: Nike Slingshot
Fleygjárn: Cleveland 60°
Pútter: Nike
Hanski: Bleikur Nike
Skór: Nike

Auglýsingar

 

Mynd augnabliksins

1_braut_3__4_.jpg

Dagatal

« Febrúar 2020 »
SMÞMFFL
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829

Á nćstunni

Engir viđburđir á nćstunni

Póstlisti

Svćđi

header
Hafa Samband
moya - Útgáfa 1.14 2010 - Stefna ehfStefna hef - Moya