Jóhann G. Möller

Hvenćr byrjađir ţú í golfi og hvers vegna? Ţađ eru til myndir af mér ţegar ég er fimm ára međ kylfu, ćtli ţađ séu ekki fyrstu höggin.  Ćtli ég hafi ekki

Jóhann G. Möller

Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvers vegna?

Það eru til myndir af mér þegar ég er fimm ára með kylfu, ætli það séu ekki fyrstu höggin.  Ætli ég hafi ekki byrjað af því að pabbi var e-ð að slá þegar hann var íþróttafulltrúi Siglufjarðar.

Hefur þú verið í öðrum íþróttum?

Já, held ég hafi verið í öllum íþróttum sem hafa verið stundaðar á Sigló nema ég æfði aldrei sund.

Helstu afrek í golfinu?

78 högg á Urriðavelli (Golfklúbbur Oddfellow).

Hver eru helstu markmiðin?

Undir 10 í forgjöf, komst í 10,1 fyrir tveimur árum, en stend núna í 12,6.  Ég þarf að fara að koma mér aftur í gírinn og ná þessu takmarki, eigum við ekki að segja að ég nái því næsta sumar.

Hvað er það neyðarlegasta sem komið hefur fyrir þig á golfvellinum?

Mér finnst alltaf mjög neyrðarlegt að þurfa að kalla „Fore“, sérstaklega þegar það er á fólk á öðrum brautum vallarins.

Áttu þér einhverja fyrirmynd í golfinu / uppáhaldskylfing?

Enga fyrirmynd, en held mikið með þeim sem eiga eftir að ná að stíga upp og vinna alvöru titla.  Þannig að Sergio Garcia er núna minn maður.

Sterkustu hliðar?

Driverinnn.

Veikustu hliðarnar?

Stutta spilið, hata það að eiga eftir 60 metra eða minna í pinna.  Ég næ ekki markmiði mínu fyrr en þetta verður komið í lag ☺.

Hvaða hluta golfleiksins ætlar þú að bæta?

Veikustu hliðarnar.

Uppáhalds kylfa?

Driverinn, elska hann.

Hvert er þitt besta högg nokkru sinni?

Það kom á mínum besta hring þegar ég setti í 120 metra högg á par 4 holu. Lék holuna á 2 höggum.  Á þessum hring hefði ég getað spilað með götusóp og samt skilað mér á 78, það einfaldlega gekka allt upp.

Eftirminnilegasta atvik úr golfinu?

Það var á Hólsvelli ábyggilega c.a. 1992 eða 1993 og ég var að spila í móti á laugardegi í rigningu.  Ég var í holli með Benna Þorsteins, Braga Magg og Frey Sig (eðal holl).   Á einni holunni var Bragi að slá upphafshögg og kúlan flaug ábyggilega einhverja 40 metra max, en hann stóð kylfulaus eftir aftursveifluna.  Kylfan hafði runnið úr höndunum á honum og við máttum leita að henni (fyrir aftan teiginn) áður en við leituðum svo að kúlunni.  Skömmu síðar á sama hring, vorum við að spila fyrstu holuna á vellinum og þá var skurður með trébrú áður en komið var að gríninu.  Við Benni og Freyr löbbuðum á  undan og vorum komnir á grínið þegar við tökum eftir því að Bragi Magg var horfinn, bara rétt eins og jörðin hafði gleypt hann.  Hann hafði þá fest kerruna sína í brúnni og kom sveifla á kallinn þannig að hann hentist ofan í skurð.  Honum var nú ekki mjög meint af en fór engu að síður í sjúkrabörum upp úr skurðinum.

Hluti sögunnar hefur verið leiðréttur af Kjartani Hlíðberg og má lesa hér: http://gks.fjallabyggd.is/is/moya/page/thegar-bragi-magg-datt-i-skurdinn/

Hefur þú farið holu í höggi eða verið nálægt því?

Nei er ekki einherji enn, en nokkrum sinnum verið nálægt því.  Næst því sem ég hef komist að fara holu í höggi var að horfa á Þór Jóhanns, fara holu í höggi hér um árið, það var gaman.

Hver er frægasta persónan sem þú er með í símanum?

Er með fullt af fyrverandi hitt og þetta mönnum í símanum hjá mér, fyrrverandi fótboltamenn, fyrrverandi útrásarvíkingar og fyrrverandi ráðherra. Kýs að gera ekki upp á milli þeirra :-).

Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með?

Er að bíða eftir símtalinu frá Tiger.

Hvaða keppnisfyrirkomulag er skemmtilegast í golfi og hvers vegna?

Höggleikur, þar skiptir hvert högg máli.

Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf, ef svo er, hvernig?

Nei aldrei hjátrúafullur.

 

Staðreyndir
Nafn:
 Jóhann G. Möller.
Aldur: 32 ára.

Klúbbur: Golfklúbburinn Oddur.
Forgjöf: 12,6.
Masters eða Opna breska? Opna Breska.
St. Andrews eða Pebble Beach? St. Andrews.
Uppáhalds matur: Nautalund, Bernessósa og franskar.
Uppáhalds drykkur: Ísköld coca cola í 33.cl dós.  Allt annað er sull ☺.
Uppáhalds golfhola: Á enga svona sérstaka, margar fallegar á Íslandi. Bind miklar vonir að holurnar á nýja Hólsvellinum verði uppáhalds.
Erfiðasta golfholan: 18 holan á Urriðavelli.
Ég hlusta á:
Það sem er í útvarpinu á hverjum tíma.

Besti völlurinn: Urriðavöllur.
Besta skor (hvar):
78 högg á Urriðavelli ( 7 yfir pari).

Besta vefsíðan: Skoða mest íslensku fréttasíðurnar.
Besta blaðið: Fátt um fína drætti í blaðaútgáfu á Íslandi.
Besta bókin: Hef haft gaman af bókunum hans Dan Brown.
Besta bíómyndin:
Góð spurning.
Besti kylfingurinn:
Tiger Woods er sá besti í sögunni. Alveg eins og Messi er besti í sögunni í fótboltanum, hvorki Pele eða
 
Jack Nicklaus ættu að reyna að halda öðru fram.
 

 

Golfpokinn
Dræver:
Ping G2
Brautartré: Titleist 986       
Blendingur/Hybrid: Fæ mér hann þegar ég verð eldri, ég er nú bara 32 ára :-)
Járn: Ping G2
Fleygjárn: Titleist Vokey
Pútter: Ping G2
Hanski: Titleist
Skór: Adidas

 

Auglýsingar

 

Mynd augnabliksins

dscf0065.jpg

Dagatal

« Mars 2020 »
SMÞMFFL
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031 

Á nćstunni

Engir viđburđir á nćstunni

Póstlisti

Svćđi

header
Hafa Samband
moya - Útgáfa 1.14 2010 - Stefna ehfStefna hef - Moya