Golfklúbbur Siglufjarđar

Golfklúbbur Siglufjarđar

Golfklúbbur Siglufjarđar

Velkomin á vefsíðu Golfklúbbs Siglufjarðar (GKS)

Fréttir

SNAG námskeiđ - fimmtudaginn 24. júlí


SNAG golfnámskeið verður haldið á sparkvellinum við grunnskólann á Siglufirði fimmtudaginn 24. júlí frá kl. 16:30 – 18:30

SNAG hentar báðum kynjum, börnum frá 4ra ára, fullorðnum og öldruðum.

Á námskeiðinu eru grunnhreyfingarnar í golfi kenndar í gegnum æfingar og leik sem ungir og aldnir hafa gaman af.

Þátttaka er ókeypis.

Skráning hjá vefstjoriGKS@gmail.com eða í síma 660 1028

Kennari verður Arnar Freyr Þrastarson SNAG leiðbeinandi


Opna Vodafonemótiđ - Laugardaginn 26. júlí

Opið golfmót verður haldið á Hólsvelli hjá Golfklúbbi Siglufjarðar laugardaginn 26. júlí. Keppt verður í karla- og kvennaflokki. Hámarksforgjöf karla er 24 og kvenna 28.

Glæsileg verðlaun í boði Vodafone.

Mótið byrjar kl. 10:00 og leikið verður samkvæmt rástímaskráningu. Fleiri rástímum verður bætt við ef núverandi rástímar fyllast.

Mótsgjald 2.000 kr. Endilega skráið ykkur í mótið á golf.is: http://www.golf.is/pages/motaskra/upplysingarummot/?idegaweb_event_classname=b7d53038-02b6-4e74-9ea9-e74494367f08&tournament_id=19506

Einnig er hægt að skrá í mótið með tölvupósti á vefstjoriGKS@gmail.com eða í síma 660-1028.


Opna BÁS mótiđ - Úrslit

Opna BÁS mótið var haldið í gær í brakandi blíðu, sól og hiti um 18 gráður. 17 keppendur mættu til leiks og var keppt í karla- og kvennaflokki.

Úrslit urðu eftirfarandi:

Karlar:
1. sæti Jóhann Már Sigurbjörnsson GKS með 38 punkta
2. sæti Daníel Gunnarsson GÞ með 37 punkta.
3. sæti Þröstur Ingólfsson GKS með 36 punkta

Konur:
1. sæti Ólína Þórey Guðjónsdóttir GKS með 37 punkta
2. sæti Ásta Mósesdóttir GR með 29 punkta
3. sæti Hulda Magnúsardóttir GKS með 29 punkta

Einnig voru veitt nándarverðlaun á holu 1 og 8 og lengsta teighögg á 5. Nándarverðlaunin hlutu Gígja Kristbjörnsdóttir GHD og Jóhann Már GKS. Lengsta teighöggið átti Ásta Mósesdóttir GR.

Nánari úrslit má sjá hér: http://www.golf.is/pages/motaskra/upplysingarummot/?idegaweb_event_classname=b7d53038-02b6-4e74-9ea9-e74494367f08&tournament_id=19505

Stöðuna í stigakeppninni til sveitakeppninnar má sjá hér fyrir neðan:

 

Lesa meira

Rauđkumót 4 - Úrslit

Didda Ragnars, Kári og Didda Óla Kára

13 kylfingar mættu til leiks miðvikudaginn 16. júlí, veður með ágætum, skýjað, logn og hiti 14 gráður, úrslit urðu eftirfarandi:

1. sæti Kári Arnar Kárason með 22 punkta
2. sæti Ragnheiður Ragnarsdóttir með 18 punkta
3. sæti Ólína Þórey Guðjónsdóttir með 17 punkta

Nánari úrslit: http://www.golf.is/pages/motaskra/upplysingarummot/?idegaweb_event_classname=b7d53038-02b6-4e74-9ea9-e74494367f08&tournament_id=19516

Stöðuna í mótaröðinni má sjá hér fyrir neðan:

 

Lesa meira

Auglýsingar

 

Mynd augnabliksins

dscf0014.jpg

Dagatal

« Júlí 2014 »
SMÞMFFL
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031 

Á nćstunni

Engir viđburđir á nćstunni

Póstlisti

Svćđi

header
Hafa Samband
moya - Útgáfa 1.14 2010 - Stefna ehfStefna hef - Moya