Golfkl˙bbur Siglufjar­ar

Golfkl˙bbur Siglufjar­ar

Golfkl˙bbur Siglufjar­ar

Velkomin á vefsíðu Golfklúbbs Siglufjarðar (GKS)

FrÚttir

Siglˇ Open um verslunarmannahelgina

Sigló Open verður á Hólsvelli um verslunarmannahelgina. Glæsilegt mót með veitingum að móti loknu. Ræst verður af öllum teigum kl 9:00 laugardaginn 2. agúst og spilaðar verða 18 holur.

Keppt verður í kvenna og karlaflokki og veitt verða nándarverðlaun á par 3 holum. Dregið úr skorkortum að móti loknu. Mótið er í boði Aðalbakarísins og Icelandair.

Mótið hefst kl. 09:00. Mótsgjald 3.000 kr.

Endilega skráið ykkur í mótið á golf.is: http://www.golf.is/pages/motaskra/upplysingarummot/?idegaweb_event_classname=b7d53038-02b6-4e74-9ea9-e74494367f08&tournament_id=19507&idega_session_id=ca6d5f2d-a78b-44dd-90fb-7bb65e32f172

Einnig er hægt að skrá í mótið með tölvupósti á vefstjoriGKS@gmail.com eða í síma 660-1028.


Siglfir­ingamˇti­ ß Akranesi sunnudaginn 24. ßg˙st

Siglfirðingamótið verður haldið á Garðavelli á Akranesi sunnudaginn 24. ágúst og er það opið þeim sem eiga rætur sínar að rekja til Siglufjarðar eða tengjast Siglufirði sterkum böndum á einn eða annan hátt.

Ræst verður á öllum teigum kl 10:00 þ.a. endilega mætið tímalega. Skráning á rástíma er eingöngu til að skrá sig saman í holl.

Keppnisfyrirkomulag og verðlaun:

Karla og Kvennaflokkur 18 holu punktakeppni með forgjöf.

Verðlaun veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í hvorum flokki auk sigurvegara í höggleik.

Nándarverðlaun og teiggjöf.

Mótsgjald 3.500 kr

Endilega skráið ykkur á golf.is eða hafið samband við golfklúbbinn Leyni: http://www.golf.is/pages/motaskra/upplysingarummot/?idegaweb_event_classname=b7d53038-02b6-4e74-9ea9-e74494367f08&tournament_id=19562&idega_session_id=8ed2608d-8330-4c10-ad67-10a64ca23147


SNAG nßmskei­ - myndir

SNAG námskeið var haldið á sparkvellinum fimmtudaginn 24. júlí. 15 mættu á námskeiðið sem var hin besta skemmtun. Leiðbeinandi var Arnar Freyr Þrastarson.

Skipt var í 7 hópa með 2 - 3 saman í hóp og farið í gegnum þrautabraut. Í lokin var siðan skipt í 2 lið og farið í "boðgolf".

Hér eru nokkrar myndir:

Lesa meira

Opna Vodafonemˇti­ - ┌rslit

Opna Vodafone mótið var haldið í gær í brakandi blíðu eins og verið hefur undanfarið, skýjað að mestu og hiti um 17 stig. 16 keppendur mættu til leiks að þessu sinni og var keppt í karla- og kvennaflokki.

Úrslit urðu eftirfarandi:

Karlar:
1. sæti Þorsteinn Jóhannsson GKS með 33 punkta
2. sæti Kári Arnar Kárason GKS með 31 punkt
3. sæti Salmann H. Árnason GKG með 30 punkta

Konur:
1. sæti Hulda Magnúsardóttir GKS með 34 punkta
2. sæti Jósefína Benediktsdóttir GKS með 31 punkt
3. sæti Ólína Þórey Guðjónsdóttir GKS með 28 punkta

Einnig voru veitt nándarverðlaun á holum 1, 8 og 9. Á fyrstu braut var Salmann næstur holu, á áttundu var það Sævar og Þórey var næst holu á níundu braut.

Nánari úrslit má sjá hér: http://www.golf.is/pages/motaskra/upplysingarummot/?idegaweb_event_classname=b7d53038-02b6-4e74-9ea9-e74494367f08&tournament_id=19506&idega_session_id=15499c8a-f06c-4b16-ac6d-4d7bdc4cbb05

Stöðuna til sveitakeppninnar og fleiri myndir og myndband má sjá fyrir neðan:

 

Lesa meira

Auglřsingar

 

Mynd augnabliksins

037.jpg

Dagatal

« Júlí 2014 »
SMÞMFFL
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031 

┴ nŠstunni

Engir vi­bur­ir ß nŠstunni

Pˇstlisti

SvŠ­i

header
Hafa Samband
moya - ┌tgßfa 1.14 2010 - Stefna ehfStefna hef - Moya